Næturskuggar

Elma

Ungur maður lætur lífið í dularfullum eldsvoða á Akranesi og skilur eftir sig samfélag í sárum. Athafnamenn á Skaganum villast af þröngum vegi dyggðanna í einkalífi og starfi. Og um nætur bregður fyrir ókennilegum skuggum í þessu friðsæla bæjarfélagi.

Lögreglukonan Elma þarf að kljást við flókið og erfitt mál samhliða því sem atburðir eiga sér stað í einkalífi hennar sem gera það að verkum að líf hennar mun aldrei verða sem fyrr.

Eva Björg Ægisdóttir sló efirminnilega í gegn með fyrstu bók sinniMarrið í stiganumen fyrir hana hlaut hún glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn árið 2018.

  • 2020
  • 380 pages
  • Icelandic