Nátthagi
Hin 14 ára Marsí skrifast á við strák sem býr hinum megin á landinu. En hún gerir það í nafni systur sinnar. Bréfaskiptunum lýkur með því að þau ákveða að hittast. Marsí kemst ekki til að hitta hann en þar sem þau höfðu mælt sér mót finnst blóðug úlpa systur hennar sem er horfin. Tíu árum síðar hefur þessi óþekkti pennavinur samband á ný.
Bækur Evu Bjargar Ægisdóttur koma nú út á um tuttugu tungumálum um allan heim við frábærar undirtektir. The Times valdi Ég sé þig ekki sem bestu glæpasögu júlímánaðar 2023, Financial Times valdi hana sem eina af fimm bestu glæpasögum sumarsins og eina vikuna átti Eva þrjár af 22 mest seldu bókunum í Frakklandi. Þá hlaut Marrið í stiganum Gullrýtinginn í Bretlandi sem besta frumraun ársins. Strákar sem meiða var tilnefnd til Blóðdropans, Íslensku glæpasagnaverðlaunanna 2022.